Lampard tekur við Everton - Kynntur á morgun

Frank Lampard verður kynntur sem stjóri Everton á morgun.
Frank Lampard verður kynntur sem stjóri Everton á morgun. AFP

Enskir miðlar fullyrða að Englendingurinn Frank Lampard sé tekinn við enska knattspyrnuliðinu Everton. Samningar eru í höfn og verður Lampard kynntur sem nýr stjóri liðsins á morgun.

Lampard sem átti glæstan leikmannaferil náði eftirtektarverðum árangri sem stjóri Derby í B-deildinni í Englandi. Það varð til þess að Chelsea réðu hann sem stjóra sinn en fyrir ári síðan var honum sagt upp.

Hann hefur nú verið ráðinn sem stjóri Everton og er talað um að Paul Clement, fyrrum stjóri Swansea og Derby, verði honum til aðstoðar. 

Everton hefur verið í stjóraleit síðan Rafa Benítez var sagt upp fyrr í mánuðinum. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einungis fjórum stigum fyrir ofan fallsæti og verður það verkefni Lampard að rétta skútuna af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert