Enski knattspyrnumaðurinn Phil Jones er í viðræðum við franska félagið Bordeaux og gæti hann gengið í raðir þess að láni út yfirstandandi tímabil.
Hinn 29 ára gamli Jones lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í 712 daga er hann lék með Manchester United gegn Wolves fyrr í mánuðinum en varnarmaðurinn hefur glímt við þrálát meiðsli á undanförnum árum.
Jones er aftarlega í goggunarröðinni á Old Trafford og er félagið tilbúið að leyfa honum að fara að láni í janúar. Bordeux er í 17. sæti af 20 liðum í frönsku 1. deildinni og í fallbaráttu.