Franski landsliðsmaðurinn Tanguy Ndombele er á förum frá enska félaginu Tottenham á láni til franska liðsins Lyon.
Tottenham keypti Ndombele einmitt frá Lyon fyrir 67 milljónir punda árið 2019 en óhætt er að segja að honum hafi mistekist að slá í gegn. Samkvæmt Sky Sports er hann nú að ganga til liðs við Lyon á nýjan leik.
Talið er að Tottenham sé að fá til sín miðjumanninn Rodrigo Bentancur og vængmanninn Dejan Kulusevski frá Juventus, en Bentancur mun væntanlega koma til með að leysa Ndombele af hólmi. Lyon er í leit að miðjumanni eftir að hafa selt Bruno Guimarães til Newcastle.