Enska knattspyrnufélagið Newcastle hefur komist að samkomulagi við Brighton um kaup á varnarmanninum Dan Burn. Kaupverðið er 13 milljónir punda.
Brighton hafnaði 10 milljóna punda tilboði í leikmanninn á dögunum en hefur samþykkt hærra tilboð. Burn hefur verið stuðningsmaður Newcastle alla ævi.
Newcastle, sem er ríkasta félag heims eftir að krónprins Sádi-Arabíu festi kaup á því, hefur verið duglegt í janúar og þegar keypt Chris Wood frá Burnley, Kieran Tripper frá Atlético Madrid og Bruno Guimarães frá franska liðinu Lyon.