Ensku knattspyrnufélögin Everton og Manchester United hafa komist að samkomulagi um að fyrrnefnda félagið fái hollenska miðjumanninn Donny van de Beek að láni út tímabilið.
Hollendingurinn á sjálfur eftir að samþykkja lánstilboðið, en hann hefur lítið fengið að spreyta sig hjá United á leiktíðinni.
Crystal Palace hefur einnig áhuga á van de Beek en samkvæmt Guardian er Everton líklegra í kapphlaupinu um leikmanninn.
Frank Lampard mun væntanlega taka við Everton á allra næstu dögum og segir enski miðilinn að Lampard sé mikill aðdáandi van de Beek.