United samþykkir tilboð Everton

Donny van de Beek fer líklegast til Everton.
Donny van de Beek fer líklegast til Everton. AFP

Ensku knattspyrnufélögin Everton og Manchester United hafa komist að samkomulagi um að fyrrnefnda félagið fái hollenska miðjumanninn Donny van de Beek að láni út tímabilið.

Hollendingurinn á sjálfur eftir að samþykkja lánstilboðið, en hann hefur lítið fengið að spreyta sig hjá United á leiktíðinni.

Crystal Palace hefur einnig áhuga á van de Beek en samkvæmt Guardian er Everton líklegra í kapphlaupinu um leikmanninn.

Frank Lampard mun væntanlega taka við Everton á allra næstu dögum og segir enski miðilinn að Lampard sé mikill aðdáandi van de Beek. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert