Frá Frakklandi til Newcastle

Eddie Howe, stjóri Newcastle, heldur áfram að safna liði.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, heldur áfram að safna liði. AFP

Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Reims hafa samþykkt tilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle í Hugo Ekitike.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Ekitike, sem er 19 ára gamall, er franskur framherji en hann hefur skorað átta mörk í ellefu byrjunarliðsleikjum í frönsku 1. deildinni á tímabilinu.

Samkvæmt Sky Sports þarf Newcastle að borga í kringum 20 til 25 milljónir punda fyrir franska framherjann.

Framherjinn verður fjórði leikmaðurinn sem semur við Newcastle í þessum félagaskiptaglugga en félagið hefur nú þegar gengið frá kaupunum á þeim Bruno Guimaraes, Chris Wood og Kieran Trippier.

Þá hefur Newcastle einnig verið orðað við leikmenn á borð við Dan Burn, Jesse Lingard, Matt Targett, Eddie Nketiah og Dean Henderson á þessum lokadegi janúargluggans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert