Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur tilkynnt um sín fyrstu og líklega síðustu kaup í janúarglugganum. Bandaríkjamaðurinn Auston Trusty hefur verið keyptur frá Colorado Rapids þar í landi.
Trusty er 23 ára gamall miðvörður sem hefur ekki enn leikið fyrir A-landslið Bandaríkjanna en æfir um þessar mundir með því í æfingabúðum.
Hann fer strax til baka á láni til Colorado Rapids og verður þar til 17. júlí næstkomandi.
Stan Kroenke, bandarísku eigandi Arsenal, er einnig eigandi Colorado Rapids.
Arsenal hefur losað sig við fjölda leikmanna í félagaskiptaglugganum í janúar og Pierre-Emeric Aubameyang er á leið til Barcelona
Trusty er hins vegar einu kaupin hingað til og fer engum sögum af því að Arsenal hyggist kaupa leikmann til viðbótar áður en glugganum verður lokað klukkan 23 í kvöld.