Hafnaði Newcastle

Hugo Ekitike hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á tímabilinu.
Hugo Ekitike hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á tímabilinu. AFP

Franski sóknarmaðurinn Hugo Ekitike hefur ákveðið að hafna boði enska knattspyrnufélagsins Newcastle United eftir að franska félagið Reims var búið að samþykkja tilboð í hann.

Búist var við því að samningaviðræður yrðu formsatriði en Ekitike fannst hann hafa of skamman tíma til þess að taka þetta stóra ákvörðun á ferlinum.

Samkvæmt Sky Sports kom tilboð Newcastle í Ekitike of seint að hans mati eftir að hann og teymi hans höfðu talið að áhugi Newcastle í garð hans væri úr sögunni í síðustu viku.

Newcastle bauð á bilinu 20 til 25 milljónir punda í framherjann, sem Reims samþykkti, en ekkert verður af félagaskiptunum í dag.

Ekitike, sem er 19 ára gamall, hef­ur skorað átta mörk í ell­efu byrj­un­arliðsleikj­um í frönsku 1. deild­inni á tíma­bil­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert