Portúgalska knattspyrnufélagið Benfica hafnaði í dag tilboði enska félagsins West Ham í sóknarmanninn Darwin Nunez.
West Ham bauð 37 milljónir punda í Nunez en Portúgalarnir töldu það of lága upphæð, auk þess sem Nunez er í Úrúgvæ með landsliði sínu og þeir töldu frestinn of stuttan til að fá leikmann í stað hans.
Nunez er 22 ára gamall og hefur skorað 21 mark í 45 deildarleikjum fyrir Benfica síðan hann kom þangað frá Almería á Spáni fyrir tveimur árum.