Nokkrir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru hættir að fylgja enska sóknarmanninum Mason Greenwood á samfélagsmiðlum.
Greenwood, sem er tvítugur, var handtekinn í gær á heimili sínu, grunaður um ofbeldis- og kynferðisbrot gegn kærustu sinni Harriet Robson.
Sóknarmaðurinn er kominn í ótímabundið leyfi hjá Manchester United og fær hvorki að æfa né spila með liðinu á meðan málið er í rannsókn.
Málið hefur undið hratt upp á sig á sig en þeir Cristiano Ronaldo, David de Gea, Edinson Cavani, Paul Pogba og Alex Telles eru allir hættir að fylgja leikmanninum á samfélagsmiðlum.
Framtíð Greenwood er í mikilli óvissu hjá félaginu eftir fréttir gærdagsins en hann er efnilegasti leikmaður liðsins og voru miklar vonir bundnar við hann í framtíðinni.