Ndombele farinn aftur til Frakklands

Tanguy Ndombele er genginn til liðs við Lyon í Frakklandi.
Tanguy Ndombele er genginn til liðs við Lyon í Frakklandi. Ljósmynd/Lyon

Tanguy Ndombele er genginn til liðs við franska 1. deildarfélagið Lyon að láni frá Tottenham. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Ndombele, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Tottenham frá Lyon sumarið 2019 en enska félagið borgaði 55 milljónir punda fyrir franska miðjumanninn.

Hann hefur aldrei náð sér á strik í Lundúnum og hefur aðeins byrjað sex leiki með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð.

Ndombele skrifaði undir lánssamning sem gildir út tímabilið í Frakklandi en hann á að baki 96 leiki fyrir franska félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert