Knattspyrnumaðurinn Matt Targett er genginn í raðir Newcastle United. Kemur hann á láni frá Aston Villa og semur út yfirstandandi tímabil.
Vinstri bakvörðurinn Targett var búinn að færast aftar í goggunarröðina hjá Villa eftir að Lucas Digne var keyptur þangað frá Everton.
Targett er fjórði leikmaðurinn sem Newcastle fær til liðs við sig eftir að liðið keypti Kieran Trippier, Chris Wood og Bruno Guimaraes fyrr í mánuðinum.
Þá er búist við því að Dan Burn verði keyptur frá Brighton & Hove Albion áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.