Knattspyrnudómarinn Kevin Friend fær ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin hefst á nýjan leik eftir vetrarfrí, dagana 8.-10. febrúar.
Það er Sportsmail sem greinir frá þessu. Friend átti ekki góðan þegar Liverpool vann 3:1-sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á Selhurst Park í London hinn 23. janúar.
Liverpool fékk umdeilda vítaspyrnu undir lok leiksins og þá átti annað mark liðsins líklega ekki að standa þar sem um rangstöðu var að ræða í aðdraganda marksins.
Í staðinn mun Friend dæma leik Cardiff og Peterborough í ensku B-deildinni sem fram fer í Cardiff hinn 9. febrúar.