Framlengir við meistarana

Joao Cancelo er einn lykilmanna Manchester City.
Joao Cancelo er einn lykilmanna Manchester City. AFP

Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo hefur skrifað undir nýjan fimm og hálfs árs samning við Englandsmeistara Manchester City í knattspyrnu karla.

Cancelo, sem er einn besti bakvörður heims, hefur verið lykilmaður í liði City frá því hann var keyptur á 60 milljónir punda frá Juventus sumarið 2019.

Hann vann ensku úrvalsdeildina og enska deildabikarinn á síðasta tímabili og kveðst hæstánægður í herbúðum City.

„Ég er afskaplega ánægður með að hafa skrifað undir þennan nýja samning, það er hvergi betra að spila fótbolta,“ sagði hinn 27 ára gamli Cancelo við heimasíðu Manchester City eftir undirskriftina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert