Ensku úrvalsdeildarliðin í knattspyrnu keyptu leikmenn fyrir 295 milljónir punda í janúarmánuði sem er það mesta í janúar í fjögur ár, frá 2018.
Neðstu fimm lið deildarinnar sáu um að eyða meiru en helmingi þeirra upphæðar og Newcastle stendur upp úr eftir að hafa greitt 90 milljónir punda fyrir fjóra leikmenn. Everton, Watford og Burnley létu líka til sín taka á markaðnum. Deloitte birti skýrslu um leikmannakaupin í dag.
Þetta er meira en fjórföld sú upphæð sem félögin greiddu fyrir leikmenn í janúarmánuði 2021 en þá keyptu þau aðeins nýja menn fyrir samtals 70 milljónir punda.
Upphæðin er sú næsthæsta frá árinu 2003 og aðeins árið 2018 voru leikmenn keyptir fyrir hærri upphæð samtals.
Brasilíumaðurinn Bruno Guimaraes var dýrasti leikmaðurinn í janúar en Newcastle keypti hann frá Lyon í Frakklandi fyrir 40 milljónir punda.