Keane á leið til Sunderland?

Roy Keane á spjalli við sinn gamla yfirmann Alex Ferguson.
Roy Keane á spjalli við sinn gamla yfirmann Alex Ferguson. AFP

Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er nú talinn líklegur til að taka  við starfi knattspyrnustjóri hins gamalkunna félags Sunderland.

Keane hefur ekki stýrt liði frá því hann var með Ipswich árin 2009 til 2011 og einmitt Sunderland árin tvö ár á undan. Sjálfur lék Keane 440 leiki í efstu deild með Nottingham Forest og Manchester United á árunum 1990 til 2005 og lauk síðan ferlinum með einu ári hjá Celtic.

Hann var fyrirliði United og írska landsliðsins um árabil og vann sjö meistaratitla með United og Meistaradeildina árið 1999.

Keane var aðstoðarþjálfari írska landsliðsins á árunum 2013 til 2018 og kom aðeins við sögu sem aðstoðarmaður hjá Aston Villa og Nottingham Forest. 

Sunderland reynir nú af öllum mætti að komast upp úr C-deildinni þar sem liðið hefur leikið frá 2018 og er þar í þriðja sæti á eftir Rotherham og Wigan. Liðið steinlá á dögunum, 6:0, fyrir Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Bolton og það var banabiti Lee Johnsons knattspyrnustjóra sem var umsvifalaust rekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert