Úr leik með botnlangabólgu

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Aaron Wan-Bissaka hjá Manchester …
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Aaron Wan-Bissaka hjá Manchester United um jólin. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu missir væntanlega af hinum mikilvæga fallslag Burnley gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Sean Dyce skýrði frá því á fréttamannafundi í dag að Jóhann hefði verið frá æfingum að undanförnu þar sem hann hefði fengið botnlangabólgu.

Burnley hefur ekki spilað leik síðan 23. janúar þegar Jóhann kom inn á sem varamaður gegn Arsenal í deildinni, en það er eini leikur liðsins síðustu 26 daga því Burnley hefur orðið illilega fyrir barðinu á kórónuveirusmitum og hefur dregist mjög aftur úr öðrum liðum í deildinni hvað leikjafjölda varðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert