Annar þeirra verður rosalega glaður

Mohamed Salah í undanúrslitaleik Egyptalands og Kamerún í gærkvöld.
Mohamed Salah í undanúrslitaleik Egyptalands og Kamerún í gærkvöld. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segir að það verði ánægjulegt að sjá sína menn í úrslitaleik Afríkumótsins í Kamerún annað kvöld þegar Mohamed Salah og Sadio Mané eigast við með landsliðum sínum.

„Við höfum fylgst mjög vel með keppninni og þetta er frábær árangur. Naby Keita átti líka frábæra keppni (með Gíneu). Þetta  verður spennandi á sunnudaginn. Annar þeirra verður rosalega glaður í leikslok en hinn ekki. Þeir eiga báðir möguleika á að vinna virkilega stóran titil," sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

„Öll sú reynsla sem strákarnir afla sér þarna nýtist okkur og það er skemmtilegt að fylgjast með þessu. Það er erfitt að ná svona langt og mikilvægt að komast vel frá svona stóru verkefni. Pressan á þeim báðum hefur verið mikil. Við munum svo sannarlega horfa á úrslitaleikinn," sagði Klopp.

Hann verður sjálfur á ferð í hádeginu á sunnudag því Liverpool  tekur á móti Cardiff í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar klukkan 12 á Anfield.

Sadio Mané með boltann í undanúrslitaleik Senegal og Búrkina Fasó.
Sadio Mané með boltann í undanúrslitaleik Senegal og Búrkina Fasó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert