Conte horfir til Manchester

Jesse Lingard, til vinstri, hefur komið við sögu í níu …
Jesse Lingard, til vinstri, hefur komið við sögu í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, vonast til þess að semja við Jesse Lingard, sóknarmann Manchester United, næsta sumar. Það er ESPN sem greinir frá þessu.

Lingard, sem er 29 ára gamall, var sterklega orðaður við bæði Tottenham og West Ham í nýliðnum félagaskiptaglugga en United ákvað að endingu að halda leikmanninum innan sinnan raða það sem eftir lifir leiktíðar.

Samningur hans í Manchester rennur út í sumar og hann getur því farið frítt frá félaginu næsta sumar.

Conte er mikill aðdáandi leikmannsins og reyndi meðal annars að fá hann til Inter Mílanó á síðustu leiktíð en Lingard fór að lokum til West Ham.

Lingard er uppalinn hjá United og á að baki 224 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 35 mörk og lagt upp önnur 21.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert