Fyrrverandi kærasta Greenwoods þakkar stuðninginn

Mason Greenwood var handtekinn á síðasta sunnudag.
Mason Greenwood var handtekinn á síðasta sunnudag. AFP

Harriet Robinson, fyrrverandi kærasta enska knattspyrnumannsins Mason Greenwood, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.

Greenwood, sem tvítugur og samningsbundinn Manchester Unitedm var handtekinn af lögreglunni í Manchester á sunnudaginn síðasta en hann er grunaður um nauðgun, kynferðisofbeldi, líkamsárás og líflátshótanir.

Manchester United setti leikmanninn í ótímabundin bann og þá hefur félagið fjarlægt allan varning tengdan leikmanninum úr verslunum sínum.

„Ég er þakklát öllum þeim sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar og hvatningu síðustu daga,“ skrifaði Robinson.

„Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir fyrir mig og ég hef ákveðið að draga mig í hlé á samfélagsmiðlum á meðan lögreglurannsóknin fer fram,“ bætti Robinson við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert