Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er í byrjunarliði Manchester United sem fær Middlesbrough í heimsókn í enska bikarnum í fótbolta í kvöld.
Leikurinn er sá fyrsti sem Pogba spilar frá því 2. nóvember er hann lék í 2:2-jafntefli gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu.
Hann lék síðast í ensku úrvalsdeildinni 24. október er hann fékk rautt spjald í 0:5-tapinu gegn Liverpool á Old Trafford.
Ralf Rangnick stillir upp sterku byrjunarliði í kvöld, þrátt fyrir að Middlesbrough sé í B-deildinni. Liðið má sjá hér fyrir neðan.
📋 Your United XI to face Middlesbrough this evening 🔴#MUFC | #FACup
— Manchester United (@ManUtd) February 4, 2022