Kovacic skoraði mark mánaðarins

Mateo Kovacic fagnar markinu glæsilega.
Mateo Kovacic fagnar markinu glæsilega. AFP

Mateo Kovacic miðjumaður Chelsea skoraði fallegasta mark janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, samkvæmt kosningu á netinu, þegar lið hans mætti Liverpool.

Kovacic sem er þekktur fyrir flest annað en að skora mörk átti magnað skot frá vítateig upp í samskeytin á marki Liverpool. Hann kom Chelsea þar með inn í leikinn eftir að liðið hafði lent 0:2 undir snemma og rétt á eftir var staðan orðin 2:2, sem urðu lokatölurnar.

Markið hefur að sjálfsögðu verið sýnt áður hér á mbl.is en það er í meðfylgjandi frétt:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert