Burnley og Watford skildu jöfn, 0:0, á Turf Moor í Burnley í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Roy Hodgson stýrði Watford í fyrsta skipti í leiknum.
Burnley skapaði sér betri færi og það besta kom á 74. mínútu þegar Ben Foster varði fyrst vel frá Maxwel Cornet og Jay Rodriguez nýtti ekki dauðafæri sem kom í kjölfarið. Þá átti Wout Weghorst skot í slánna í upphafi fyrri hálfleiks.
Besta færi Watford kom á 40. mínútu þegar Ben Mee var við það að skora sjálfsmark en Aaron Lennon bjargaði á línu.
Bæði lið eru áfram í fallsæti. Watford er í 18. sæti með 15 stig og Burnley í neðsta sæti með 13 stig en Burnley á tvo leiki til góða.
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley en hann fékk botnlangakast í vikunni.