Tottenham vann úrvalsdeildarslaginn

Harry Kane skorar annað markið sitt.
Harry Kane skorar annað markið sitt. AFP

Tottenham er komið áfram í 5. umferð enska bikarsins í fótbolta eftir 3:1-heimasigur á Brighton í úrvalsdeildarslag í kvöld.

Heimamenn í Tottenham byrjuðu af miklum krafti og Harry Kane skoraði fyrsta mark leiksins strax á 13. mínútu. Ellefu mínútum síðar skoraði Solly March sjálfsmark og var staðan í hálfleik 2:0.

Yves Bissouma gaf Brighton von á 63. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar slökkti Harry Kane í þeim vonum með sínu öðru marki og þriðja marki Tottenham og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert