Úrvalsdeildarliðið þurfti framlengingu

Kyle Walker-Peters skoraði sigurmarkið.
Kyle Walker-Peters skoraði sigurmarkið. AFP

Southampton er komið áfram í 5. umferð enska bikarsins í fótbolta eftir 2:1-sigur á Coventry úr B-deildinni á heimavelli í framlengdum leik í dag.

Svíinn Viktor Gyökeres kom Coventry óvænt yfir á 22. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik.

Suart Armstrong jafnaði á 63. mínútu og var ekki meira skorað í venjulegum leiktíma og því framlengt. Í framlengingunni skoraði Kyle Walker-Peters að lokum sigurmarkið á 112. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert