Nottingham Forest er komið í 16-liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir sannfærandi 4:1-heimasigur á Leicester í kvöld. Forest leikur í B-deild og Leicester í úrvalsdeildinni.
Heimamenn fóru á kostum í fyrri hálfleik og Philip Zinckernagel, Brennan Johnson og Joe Worrall skoruðu allir á fyrsta hálftímanum. Kelechi Iheanacho minnkaði muninn á 40. mínútu og var staðan 3:1.
Nær komst Leicester hinsvegar ekki og Djed Spence gerði út um leikinn á 61. mínútu með fjórða marki Forest og þar við sat.
Nottingham Forest, sem sló út Arsenal í 3. umferðinni, fær heimaleik gegn öðru B-deildarliði, Huddersfield, í sextán liða úrslitunum.