Erfitt að finna réttu orðin

Harvey Elliott með boltann í dag.
Harvey Elliott með boltann í dag. AFP

„Það er erfitt að finna réttu orðin,“ sagði hæstánægður Harvey Elliott, 18 ára leikmaður Liverpool, í samtali við ITV eftir 3:1-sigur liðsins á Cardiff í enska bikarnum í dag.

Markið var það fyrsta sem Elliott skorar fyrir Liverpool en hann er nýkominn til baka eftir fimm mánaða fjarveru vegna meiðsla. Elliott byrjaði fyrstu fjóra leiki Liverpool í deildinni á leiktíðinni en meiddist illa í leik gegn Leeds í september. 

„Ég er í liðinu til að gera þetta; skora og leggja upp. Sem betur fer gekk það upp í dag og fyrir framan þessa stuðningsmenn. Ég og fjölskylda mín munum muna eftir þessu augnabliki,“ bætti Elliott við. 

Hann kom til Liverpool frá Fulham árið 2019 en var að láni hjá Blackburn í B-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sjö mörk í 41 leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert