Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er byrjunarliði þeirra sem hafa átt hve verst tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta samkvæmt tölfræði vefsíðunnar Sofascore.com.
Vefsíðan heldur utan um einkunnargjöf í öllum leikjum deildarinnar, byggt á tölfræði. Kantmaðurinn hefur átt erfitt tímabil með Burnley á leiktíðinni og ekki enn tekist að skora í 18 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
„Íslendingurinn er aðeins með rúmar 15 sendingar að meðaltali í leik og hann tapar fleiri einvígjum en hann vinnur. Þá hefur hann aðeins skapað tvö góð færi í leik á öllu tímabilinu,“ segir í umfjöllun Daily Mail um Jóhann Berg.
Landsliðsmaðurinn lék ekki með Burnley gegn Watford í gær þar sem hann er að jafna sig eftir botnlangabólgu.