Ann sér engrar hvíldar

Mohamed Salah gengur svekktur framhjá Afríkubikarnum eftir tap Egyptalands fyrir …
Mohamed Salah gengur svekktur framhjá Afríkubikarnum eftir tap Egyptalands fyrir Senegal í gærkvöldi. AFP

Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah er þegar snúinn aftur til Englands og hyggst hefja æfingar að nýju með félagsliði sínu Liverpool strax á morgun.

Það er þrátt fyrir að hann hafi einungis lokið þátttöku sinni með Egyptalandi á Afríkumótinu í knattspyrnu í gærkvöldi.

Ekki nóg með það spilaði Salah hverja einustu mínútu fyrir Egypta, 750 mínútur plús uppbótartíma í sjö leikjum á tæpum mánuði þar sem fjórir leikjanna, allir leikir Egypta í útsláttarkeppninni, enduðu í framlengingu.

Samkvæmt The Times er Salah ekkert á því að hvíla sig og vill ná leik Liverpool gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á fimmtudagskvöld.

Egyptar töpuðu fyrir Senegal í úrslitaleik Afríkumótsins eftir vítaspyrnukeppni í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert