Chelsea og United berjast um fyrirliða West Ham

Declan Rice er eftirsóttur á Englandi.
Declan Rice er eftirsóttur á Englandi. AFP

Declan Rice, miðjumaður og fyrirliði enska knattspyrnufélagsins West Ham, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu. Rice, sem er 23 ára gamall, hefur stimplað sig inn sem einn af bestu miðumönnum ensku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili.

Hann er uppalinn hjá Chelsea en gekk til liðs við West Ham árið 2014 þar sem hann á að baki 174 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað níu mörk.

Þá á hann að baki 27 A-landsleiki fyrir England en hann lék með öllum yngri landsliðum Írlands.

Chelsea og Manchester United hafa mikinn áhuga á leikmanninum sem er sagður kosta í kringum 100 milljónir punda en hann er samningsbundinn West Ham til sumarsins 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert