Liverpool horfir til Barcelona

Gavi á að baki 26 leiki fyrir Barcelona.
Gavi á að baki 26 leiki fyrir Barcelona. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool vonast til þess að ganga frá kaupum á spænska miðjumanninnum Gavi frá Barcelona næsta sumar.

Það er El Nacional sem greinir frá þessu. Gavi, sem er aðeins 17 ára gamall, verður samningslaus sumarið 2023 en hann hefur ekki viljað framlengja samning sinn við spænska félagið.

Miðjumaðurinn er uppalinn hjá Barcelona og á hann að baki 26 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 2 mörk.

Liverpool er sagt tilbúið að borga 20 milljónir punda fyrir miðjumanninn næsta sumar en ef Barcelona neitar að selja er enska félagið tilbúið að bíða þangað til samningur hans rennur út.

James Milner, miðjumaður Liverpool, verður samningslaus í sumar og mun að öllum líkindum leggja skóna á hilluna og vilja forráðamenn félagsins fylla skarð hans sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert