Segja upp samningi við Greenwood

Mason Greenwood er í slæmum málum.
Mason Greenwood er í slæmum málum. AFP

Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við enska knattspyrnumanninn Mason Greenwood. 

Það er The Athletic sem greinir frá þessu. Greenwood var handtekinn á sunnudaginn í síðustu viku, grunaður um nauðgun, kynferðisofbeldi, líkamsárás og lífslátshótanir í garð fyrrverandi kærustu sinnar Harriet Robinson.

Honum var síðar sleppt gegn tryggingu en fær hvorki að æfa né spila með félagsliði sínu Manchester United á meðan mál hans er til rannsóknar.

„Mason Greenwood er ekki lengur Nike-íþróttamaður,“ sagði talsmaður íþróttavöruframleiðandans í samtali við Athletic.

Greenwood, sem er tvítugur, er ein helsta vonarstjarna Englendinga, en Manchester United hefur fjarlægt allan varning merktan leikmanninum úr verslunum sínum.

Þá eru fjöldi leikmanna enska liðsins hættir að fylgja Greenwood á samfélagsmiðlinum og forráðamenn EA Sports, sem framleiða meðal annars FIFA-tölvuleikina vinsælu, hafa einnig fjarlægt Greenwood úr tölvuleik sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert