Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Leeds reikna með því að stærstu stjörnur liðsins verði eftirsóttar í sumar.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu. Þeir Raphina og Kalvin Phillips hafa báðir verið orðaður við stærstu lið Englands undanfarnar vikur. Þá hefur markvörðurinn Illan Meslier einnig verið orðaðir við stærri lið í Evrópu.
Raphina, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Leeds til sumarsins 2024 en hann er verðmetinn á 40 milljónir punda.
Phillips, sem er 26 ára gamall, er einnig samningsbundinn enska félaginu til sumarsins 2024 en hann kostar í kringum 75 milljónir punda. Þá er markvörðurinn Meslier, sem er 21 árs gamall verðmetinn á 25 milljónir punda.
Óvíst er hvort Leeds geti haldið öllum þremur leikmönnunum í sumar en Marcelo Bielsa, stjóri liðsins, ítrekaði á dögunum að helsta markmið félagsins væri að framlengja samninga lykilmanna.