„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, í samtali við BT Sport, eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á Turf Moor í Burnley í kvöld.
Paul Pogba kom United yfir á 18. mínútu áður en Jay Rodriguez jafnaði metin fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks en United skoraði alls þrjú mörk í leiknum en aðeins eitt þeirra fékk að standa.
„Við skorum þrjú frábær og ég hreinskilega skil ekki af hverju annað markið sem dæmt var af fékk ekki að standa. Þetta var mjög ódýr ákvörðun ef svo má segja hjá aðstoðardómaranum sem dæmir markið af. Hann dæmdi aukaspyrnu nokkrum sekúndum eftir að meint brot á að hafa átt sér stað og ég hreinlega skil þetta ekki.
Við vorum ekki nægilega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og okkur var refsað. Heilt yfir þá fannst mér við stjórna leiknum stærstan hlutann en að fá bara eitt stig út úr þessu er ekki ásættanlegt. Enn og aftur þá skil ég ákvörðunina að taka af okkur fyrsta markið en annað markið get ég bara ekki skilið,“ bætti Rangnick við.