Fjórir frá Liverpool í úrvalsliðinu

Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru fremstir í flokki í …
Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru fremstir í flokki í tölfræði deildarinnar. AFP

Liverpool á fjóra leikmenn í „tölfræðiliði“ tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem Sky Sports birti í dag og byggir á tölfræðilegri frammistöðu leikmanna deildarinnar.

Sky Sports birtir reglulega svokallaða „Power Rankings“ þar sem leikmenn fá stig út frá  mismunandi tölfræðiþáttum, svo sem mörkum, stoðsendingum, fyrirgjöfum, stungusendingum og marktækifærum sem viðkomandi skapa fyrir samherjana, og fjölmörgu öðrum þáttum.

Tveir leikmanna Liverpool standa upp úr í  tölfræðinni en það eru þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Salah hefur skorað 16 mörk og átt 9 stoðsendingar en Alexander-Arnold er með 10 stoðsendingar og hefur skapað 58 marktækifæri fyrir samherjana.

Úrvalsliðið er þannig skipað eins og staðan er núna í tölfræði leikmannanna:

Mark:
José Sa, Wolves

Vörn:
Trent Alexander-Arnold, Liverpool
Tiago Silva, Chelsea
Virgil van Dijk, Liverpool
Joao Cancelo, Manchester City

Miðja:
Conor Gallagher, Crystal Palace
Bruno Fernandes, Manchester United
Bernardo Silva, Manchester City

Sókn:
Mohamed Salah, Liverpool
Diogo Jota, Liverpool
Heung-min Son, Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert