Manchester United kom boltanum í þrígang í mark Burnley í fyrri hálfleik er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Aðeins eitt markið taldi og urðu lokatölur 1:1.
Harry Maguire var dæmdur rangstæður í fyrra markinu sem dæmt var af og Paul Pogba brotlegur í því síðara. Pogba hafði sjálfur skorað mark United sem var dæmt gilt stuttu á undan.
Burnley byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og Jay Rodriguez jafnaði á 47. mínútu og þar við sat.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.