Newcastle verður stórveldi í fótboltanum

Bruno Guimaraes skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við …
Bruno Guimaraes skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Newcastle. AFP

Knattspyrnumaðurinn Bruno Guimaraes er spenntur fyrir komandi tímum með sínu nýja félagsliði Newcastle á Englandi.

Miðjumaðurinn, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við enska félagið frá Lyon í Frakklandi í nýliðnum félagskiptagluggi fyrir 40 milljónir punda.

Hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við enska félagið en hann á að baki 4 A-landsleiki fyrir Brasilíu.

„Newcastle verður stórveldi í fótboltaheiminum einn daginn,“ sagði Guimaraes í samtali við Guardian.

„Þetta er félag með mikla sögu og hefðir. Ég sé alls ekki eftir því að hafa ákveðið að ganga til liðs við þetta félag.

Það er ákveðið verkefni í gangi hérna og ég hef mikla trú á eigendunum og þeirra framtíðarmarkmiðum,“ bætti miðjumaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert