Mohamed Salah, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool og fyrirliði egypska landsliðsins, er klár í slaginn með enska liðinu eftir Afríkumótið sem lauk á sunnudaginn síðasta í Yaoundé í Kamerún á sunnudaginn.
Salah var í lykilhlutverki með Egyptalandi á Afríkumótinu þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Senegal í úrslitaleik í Yaoundé.
Liverpool tekur á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni á Anfield á fimmtudaginn kemur en Salah snéri aftur til æfinga í dag.
„Salah er mættur aftur og þrátt fyrir að hann sé vonsvikinn með úrslitin á sunnudaginn þá er hann spenntur fyrir komandi verkefnum með Liverpool,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í dag.
„Ég er tilbúinn! Þetta var það fyrsta sem hann sagði við mig þegar vð hittumst aftur og ég gat auðvitað ekkert annað gert en farið að hlæja.
Hann er reynslumikill leikmaður og í stórkostlegu formi en það er of snemma að segja til um það hvort hann verði orðinn klár á fimmtudaginn. Við sjáum hvernig hann verður á morgun en það er ljóst að Sadio Mané mun ekki spila gegn Leicester,“ bætti Klopp við en Mané var einnig í lykilhlutverki með meistaraliði Senegal í Afríkumótinu.