Arteta svarar Aubameyang

Mikel Arteta
Mikel Arteta AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er ósammála Pierre-Emerick Aubameyang fráfarandi fyrirliða um hvar vandinn hafi legið í þeirra samskiptum.

Aubameyang samdi við Barcelona á frjálsri sölu og sagði í kjölfarið að samskiptin við Arteta hafi verið til vandræða hjá Arsenal.

„Ég er afar þakklátur Auba fyrir það sem hann gerði fyrir félagið og það sem hann lagði af mörkum frá því ég tók við. Ég lít þannig á að ég hafi verið hluti af lausnum en ekki vandamálinu í okkar samstarfi,“ sagði Arteta en hann tók fyrirliðastöðuna af Aubameyang eftir agabrot í desember. Alexandre Lacazette verður fyrirliði Arsenal út tímabilið. 

Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang. AFP

„Þessi niðurstaða var best fyrir alla að mínu mati. Við funduðum oft um stöðuna hjá Aubameyang en ákvörðunin um að hann færi til Barcelona var sameiginleg hjá félaginu, leikmanninum og umboðsmanninum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert