Chelsea getur ekki notað óbólusetta leikmenn

Chelsea á framundan leiki við Lyon í sextán liða úrslitum …
Chelsea á framundan leiki við Lyon í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. AFP

Enska knattspyrnuliðið Chelsea má ekki tefla fram leikmönnum sem ekki hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni þegar það mætir Lyon í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í Frakklandi 16. mars.

Samkvæmt frönskum reglum má óbólusett fólk ekki koma til landsins. Chelsea freistaði þess að fá UEFA til að færa leikinn til annars lands en nýjar reglur sem UEFA kynnti í vikunni koma í veg fyrir það. Fara verður eftir sóttvarnareglum í hverju landi fyrir sig.

Ekki liggur fyrir hversu margir leikmanna Chelsea hafa ekki látið bólusetja sig en á dögunum var skýrt frá því að 80 prósent leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar hefðu fengið tvær  sprautur af bóluefni.

Fyrri leikur Chelsea og Lyon fer fram á Stamford Bridge í London 22. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert