City náði tólf stiga forskoti á Liverpool

Mads Roerslev og Raheem Sterling eigast við í kvöld.
Mads Roerslev og Raheem Sterling eigast við í kvöld. AFP

Manchester City náði í kvöld 12 stiga forskoti á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann nýliða Brentford á heimavelli, 2:0. Liverpool á þó tvo leiki til góða.

Brentford komst lítið yfir miðju framan af leik og virtist aðeins spurning hvenær en ekki hvort City myndi skora fyrsta markið.

Það kom loks á 41. mínútu þegar Raheem Sterling nældi í vítaspyrnu og Riyad Mahrez skoraði af öryggi og var staðan í hálfleik 1:0.

City hélt áfram að sækja, nánast án afláts, í seinni hálfleik og annað markið kom á 69. mínútu þegar Kevin De Bruyne nýtti sér mistök hjá David Raya í marki Brentford og skoraði.

Brentford náði ekki að skapa sér mikið og varð tveggja marka sigur Manchester City því staðreynd. Brentford er í 14. sæti með 23 stig. 

Man. City 2:0 Brentford opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert