Kevin De Bruyne gulltryggði 2:0-heimasigur Manchester City á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Skoraði hann annað mark liðsins á 69. mínútu eftir mistök hjá David Raya í marki Brentford. Riyad Mahrez hafði komið City í 1:0 á 40. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.