Mörkin: Ótrúleg endurkoma Southampton

Che Adams skoraði sigurmark Southampton er liðið vann frækinn 3:2-útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Tottenham komst tvisvar yfir í leiknum en Southampton neitaði að gefast upp, jafnaði tvisvar og Adams skoraði sigurmarkið á 82. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert