Mörkin: Sex mörk og rautt spjald

Philippe Coutinho sýndi gamalkunna takta er hann og samherjar hans í Aston Villa gerðu 3:3-jafntefli við Leeds á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Coutinho jafnaði í 1:1 á 39. mínútu og 13 mínútum síðar var hann búinn að leggja upp tvö mörk á Jacob Ramsey. Þá var Coutinho nálægt því að skora sitt annað mark í seinni hálfleik með skot af löngu færi.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert