Ótrúlegur sigur Southampton á Tottenham

Harry Kane og Mohamed Elyounoussi eigast við í kvöld.
Harry Kane og Mohamed Elyounoussi eigast við í kvöld. AFP

Southampton vann magnaðan 3:2-útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Southampton er nú í tíunda sæti með 27 stig en Tottenham í sjöunda sæti með 36 stig. 

Tottenham byrjaði betur og komst yfir á 18. mínútu þegar Jan Bednarek skoraði sjálfsmark. Fimm mínútum síðar jafnaði Armando Broja og var staðan í hálfleik 1:1.

Heung-Min Son kom Tottenham aftur yfir á 70. mínútu en í þetta skiptið tók það Southampton níu mínútur að jafna því Mohamed Elyounoussi skoraði á 79. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Che Adams sigurmarkið fyrir Southampton.

Norwich og Crystal Palace skildu svo jöfn á heimavelli fyrrnefnda liðsins, 1:1. Teemu Pukki kom Norwich yfir eftir tæplega mínútu leik og var staðan í hálfleik 1:0.

Wilfried Zaha jafnaði á 60. mínútu en hann brenndi af vítaspyrnu þremur mínútum síðar og skiptu liðin því með sér stigunum.

Palace er í 13. sæti með 25 stig og Norwich í 18. sæti, sem er fallsæti, með 17 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert