Sex marka jafntefli á Villa Park

Diego Llorente fagnar jöfnunarmarkinu.
Diego Llorente fagnar jöfnunarmarkinu. AFP

Aston Villa og Leeds buðu upp á mikla skemmtun er þau mættust á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en lokatölur urðu 3:3.

Daniel James kom Leeds yfir strax á 9. mínútu en Philippe Coutinho jafnaði á 38. mínútu. Þrettán mínútum síðar var staðan orðin 3:1 fyrir Villa því Jacob Ramsey kom liðinu í 2:1 á 38. mínútu og 3:1 á 43. mínútu. Coutinho lagði upp bæði mörkin.

James gaf Leeds von fyrir seinni hálfleikinn með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks og það átti eftir að reynast dýrmætt því Diego Llorente jafnaði á 63. mínútu og þar við sat.

Villa-maðurinn Ezri Konza fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 87. mínútu en Villa hélt út og fékk eitt stig.

Aston Villa er í 11. sæti deildarinnar með 27 stig og Leeds í 15. sæti með 23 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert