Gabriel hetja Arsenal

Gabriel fagnar sigurmarki sínu í Wolverhampton í kvöld.
Gabriel fagnar sigurmarki sínu í Wolverhampton í kvöld. AFP

Gabriel reyndist hetja Arsenal þegar liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Molineux-völlinn í Wolverhampton í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Arsenal en Gabriel skoraði sigurmark leiksins á 25. mínútu af stuttu færi úr teignum eftir hornspyrnu.

Þetta var fyrsti sigurleikur Arsenal í öllum keppnum síðan 26. desember en liðið er með 39 stig í fimmta sæti deildarinnar. Wolves er í því áttunda með 34 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert