Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United vilja að Mauricio Pochettino verði næsti stjóri liðsins.
Það er The Express sem greinir frá þessu. Pochettino, sem er 49 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá United undanfarna mánuði en hann stýrir í dag París SG í frönsku 1. deildinni.
Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá félaginu í nóvember á síðasta ári og vildu forráðamenn United fá Pochettino til Englands.
Forráðamenn París SG voru ekki tilbúnir að sleppa honum á miðju tímabili en talið er að hann muni klára tímabilið í Frakklandi og láta svo af störfum í París.
Argentínski stjórinn, sem er 49 ára gamall, þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt Southampton frá 2013 til 2014 og svo Tottenham frá 2014 til 2019.
Ralf Rangnick stýrir United í dag en hann skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið og mun svo taka við ráðgafahlutverki innan félagsins.