Tilþrifin: Sigurmark af stuttu færi

Gabriel tryggði Arsenal sigur gegn Wolves þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Wolverhampton í kvöld.

Gabriel skoraði sigurmark leiksins í 1:0-sigri Arsenal en boltinn féll til hans í teignum eftir hornspyrnu og gerði varnarmaðurinn vel í að ýta boltanum yfir marklínuna.

Leikur Wolves og Arsenal var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert