Enn tapar United stigum

Manchester United lék sinn þriðja leik í röð án sigurs …
Manchester United lék sinn þriðja leik í röð án sigurs í dag. AFP

Manchester United og Southampton skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. United hefur nú leikið þrjá leiki í röð án þess að fagna sigri.

Leikurinn byrjaði afar fjörlega og fékk Cristiano Ronaldo afar gott færi til að skora snemma leiks. Fyrsta markið kom örfáum mínútum síðar þegar Jadon Sancho skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Marcus Rashford á 21. mínútu.

Southampton sótti í sig veðrið eftir markið og var sterkari aðilinn út fyrri hálfleik, án þess að ná að skora. Markið kom hinsvegar á 3. mínútu seinni hálfleiks þegar Che Adams slapp í gegn og skoraði með skoti í stöng og inn.

United fékk flott færi til að skora sigurmarkið en Fraser Forster varði nokkrum sinnum afar vel. Harry Maguire fékk besta færið en Forster varði stórkostlega af stuttu færi undir lok leiks og tryggði Southampton eitt stig.

United er í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig og Southampton í 10. sæti með 29 stig.  

Man. Utd 1:1 Southampton opna loka
90. mín. Harry Maguire (Man. Utd) á skalla sem er varinn Þvílík markvarsla! Maguire fær frían skalla í markteignum eftir aukaspyrnu á kantinum en Forster ver á einhvern lygilegan hátt. Eldsnöggur niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka